)

El Hadji Diouf

Fátt er meira um rætt en skammarlega framkomu El Hadji Diouf í garð aðdáenda Celtic. Þrátt fyrir þetta einstaka leiðindaratvik er eitt sem erfitt er að neita, Diouf er ekki lélegur leikmaður, og virðist sem hann hafi misst sig í hita leiksins. Hann baðst afsökunar strax eftir leik en þetta hefur sett ljótan blett á feril hans með LFC.

Klúbburinn, sem er uppfullur af stolti, ástríðu og mikilli virðingu gagnvart mótherjanum, þarf núna að vinna hörðum höndum að því að losna við þessa slæmu ímynd sökum þessa óheppilega atviks.

Diouf hefur algjörlega snúið við vandræðum sínum í byrjun og er leikmaður sem hefur hæfileikana til að hjálpa Liverpool til að ná árangri, bæði í Englandi og í Evrópu. Ekki er langt síðan Houllier sagði að væntingarnar hefðu verið of miklar á unga Senegalan sem hefur verið að spila fótbolta, nánast án þess að fá hvíld allt árið. Það er leiðinlegt að allt þetta hrós og öll sú hollusta sem hefur verið í garð Diouf skuli falla í skuggann á 2 sekúndna reiðiskasti. Það er mjög mikilvægt að Houllier komi Diouf í skilning um að svona atvik eru ekki liðin í fótbolta, og sérstaklega ekki hjá Liverpool FC.

Þegar hann fyrst kom á Anfield voru viðbrögð manna misjöfn. Sumir sögðu að hann væri síðasta púslið í púsluspilinu á meðan aðrir efuðust um getu hans. Fyrstu mánuðir hans voru flekkóttir og var hann inn og út úr liðinu. Undanfarið hefur hann þó sýnt ást sína á klúbbnum, eða eins og hann segir sjálfur "einn af allra sérstökustu klúbbum í heiminum," með því að sýna góða frammistöðu á vellinum.

Leikni hans með boltann og hraði á hægri kantinum undanfarið, hefur komið með vídd sem Liverpool liðinu hefur vantað allt tímabilið. Og hollusta hans við liðið með því að hlaupa og hjálpa til í vörninni þegar þess hefur verið þörf sýnir að hann er fjölhæfur leikmaður – leikmaður eins og Liverpool vill hafa.

Það eru þess greinileg merki að 10 milljón punda maðurinn sé sá leikmaður sem okkur hefur vantað undanfarin tímabil. Við vonum að hann læri af mistökum sínum og láti af svona hegðun og verði félagi sinu til sóma fremur en til skammar.

TIL BAKA