)

El Hadji Diouf

El Hadji Diouf hefur verið einn besti maður Liverpool í upphafi tímabils. Hann var enn einu sinni valinn maður leiksins gegn Blackburn og skín stjarna hans skært um þessar mundir.

El Hadji Diouf vann vítaspyrnu og lagði upp fjölda færa sem Owen og Heskey klúðruðu gegn Blackburn og var illviðráðanlegur. Það er einstakt að fylgjast með þessum manni. Hann virðist geta hlaupið á 120% hraða allan leikinn og rúmlega það án þess að svitna og eltir uppi alla bolta hvar sem þeir eru á vellinum eins og maður veit ekki hvað.

Hann virðist hafa snúið við blaðinu frá því á síðasta tímabili þegar hann lenti í vandræðum fyrir óíþróttamannslega framkomu og einbeitir sér nú að því að gera það sem hann gerir best. Hann er listamaður neð boltann og það sem skemmtilegast er, hann er fjarri því að vera fullmótaður knattspyrnumaður. Hann ætti að skora fleiri mörk og getur enn bætt hlaup sín og komið boltanum á stundum betur frá sér.

Það voru margir sem spáðu því að hann myndi springa út á þessu tíambili en aðrir höfðu sínar efasemdir. Það er alltaf gaman að segja frá því að maður tilheyrði fyrri hópnum en þeir sem eru í seinni hópnum eru örugglega að njóta þess að sjá Diouf leika knattspyrnu af bestu gerð.

TIL BAKA