)

Rafael Benítez

Valencia hafði ekki orðið Spánarmeistari síðan 1971 þegar að Rafael Benítez tók við af Hector Coper í júní 2001. Valencia gekk vel í Evrópukeppnunum og hafði til að mynda komist tvisvar í röð í úrslit Meistaradeildarinnar, án þess þó að ná að sigra. Valencia náði aðeins 5. sæti í deildinni á síðasta tímabili Cuper, 17 stigum á eftir meisturum Real Madríd, en endaði í 3. sæti tímabilið á undan. Stuðningsmenn Valencia bjuggust við að þekktur þjálfari tæki við af Cuper eftir að hann fór til Inter. Benítez var ekki númer eitt á óskalista Valencia en stjórnin sá líklega ekki eftir því að frægari menn neituðu þeim.

Benítez kom Tenerife upp í úrvalsdeildina tímabilið 2000-2001, á sínu fyrsta tímabili. Stuðningsmenn Valencia voru ekki mjög kunnugir þessum unga, hæfileikaríka þjálfara. Þeir fannst leikaðferð Hector Cuper á leiknum vera full varkár og tóku Benítez fljótlega í sátt þegar að hann fór að spila sókndjarfari bolta. Ruben Baraja, Pablo Aimar, Rodriguez Guillen Vicente, Fabian Ayala og fyrirliðinn David Albelda, sem urðu burðarásar liðsins, höfðu verið keyptir tímabilið á undan. Á hinn bóginn höfðu stjörnur liðsins, Gaizka Mendieta og Claudio Lopez, farið til Lazio. Benitez tók með sér tvo leikmenn frá Tenerife, Migel Angel Mista, sem varð markakóngur Valencia tímabilið 2003-2004 með 19 mörk, og hægri bakvörðinn Cristobal Curro Torres, sem hefur slegið í gegn á Spáni.

Benítez byrjaði feril sinn hjá Valencia með stæl með þvi að vinna Real Madríd 1-0 25. ágúst 2001. Víxlunarkerfi (rotation policy) hans olli smá áhyggjum, hvíldi stundum sína bestu leikmenn, en hann hafði trú á því að kerfi sitt myndi skila árangri. Herkænska Benítez skilaði Valencia sínum fyrsta meistaratitli í 31 ár, og það með sjö stiga mun á næsta lið, Deportivo La Coruna. Valencia mistókst að fylgja árangrinum eftir. Lið Benítez endaði aðeins í 5. sæti tímabilið 2002-2003, 18 stigum fyrir aftan meistara Real Madríd og með 15 stigum minna en tímabilið á undan. Honum tókst ágætlega upp á fyrsta tímabili sínu í Meistaradeildinni. Valencia var með Liverpool í riðlakeppninni. Valencia vann Liverpool 2-0 og 1-0 en var síðan slegið út af Inter í fjórðungsúrslitum.

Rafael Benítez fæddist 16. apríl 1960 í Madríd. Hann byrjaði sinn leikferil hjá Real Madríd en fór þaðan 21 árs gamall. Hann spilaði í neðri deildunum í nokkur ár en hnémeiðsli gerðu það að verkum að hann varð að hætta snemma að spila. Hann var ráðinn sem þjálfari til Real Madríd 1986 og vann þar með yngri liðunum og stjórnaði b-liði Real Madríd í tvö ár. Árið 1995 fór hann frá Real og átti slæm tímabil hjá Valladolid, þar sem að hann var rekinn eftir aðeins 2 sigra í 23 leikjum, og fyrstu deildar liði Osasuna, þar sem að hann var rekinn eftir aðeins 1 sigur í fyrstu 9 leikjunum. Hann náði loks árangri þegar að hann leiddi smálið Extramadura upp í úrvalsdeildina árið 1997. Extramadura spilaði aðeins eitt tímabil í efstu deild, endaði í 17. sæti, og tapaði gegn Valladolid í umspili um sæti í deildinni. Benítez vildi læra meira og tók hann því eitt ár í frí árið 1999 til að læra mismunandi þjálfunaraðferðir hjá Man Utd, Arsenal og á Ítalíu. Það margborgaði sig. Hann tók við Tenerife og kom þeim upp í úrvalsdeildina.

Benítez byrjaði undirbúninginn fyrir tímabilið 2003-2004 í vanda. Stjórnandi íþróttamála hjá Valencia, Jesus Pitarch, neitaði beiðni Benítez um að fjármagna kaup á góðum markaskorara og keypti í staðinn, gegn hans óskum, kantmanninn Néstor Cannobio. Benítez varð æfur: "Ég bað um sófa en þeir færðu mér venjulegan lampa."

Þrátt fyrir erfiðleika varð lið Benítez meistari þegar þrír leikir voru enn eftir og hann var greinilega ánægður: "Fyrir mánuði síðan var staðan hálf vonlaus. Við vorum átta stigum fyrir aftan Real Madríd. En við misstum aldrei einbeitinguna og við vissum að þetta væri maraþon. Liðið er góður langhlaupari og hélt sér á góðri siglingu í langan tíma. Tveir meistaratitlar á þremur árum er ekki auðvelt, sérstaklega ekki fyrir klúbb af sömu stærðargráðu og Valencia. En við höfum góða atvinnumenn, sem að eru líka frábærir einstaklingar. Það hefur hjálpað okkur gríðarlega."

Benítez var samt ekki hættur. Valencia vann einnig Marseille 2-0 í úrslitum UEFA bikarsins og mjög sigursælt tímabil var í höfn. Valencia bauð Benítez betri samning eftir að áhugi Liverpool varð ljós en það var of seint. Hann hafði ákveðið að fara til Liverpool.

"Hugmyndir mínar eru í líkingu við Milan undir stjórn Arrigo Sacchi. Mér líkar við teknísk og ýtin lið sem að leyfa andstæðingnum ekki að spila. Mér líkar við lið sem að spila boltanum hratt og leitast við að skora með eins fáum snertingum og mögulegt er. Lið mitt hjá Valencia var blanda af ungdóm og reynslu."

Fréttaritari Sky Sports á Spáni, Guillermo Balague, og yfirlýstur Liverpool aðdáandi er ánægður með ráðningu Benítez: "Hann var á tímabili heltekinn af smáatriðum en hann hefur lagað það og bætt samband sitt við leikmenninna. Hann losaði sig við leikmenn sem að hann taldi að fylgdu sér ekki og hefur haldið sig við þá sem að eru trúir stjórnunarháttum hans. Allt frá því hafa þeir uppskorið árangur, bæði heima og í Evrópukeppnum.

Lið hans eru eru með sterka vörn en þau fá vissulega leyfi til að sækja. Hann er námsfús og mjög vísindalegur þjálfari. Hann notar tölvutækni til að fylgjast með mataræði leikmanna og líkamlegum þroska og hann er mjög duglegur við að finna út hvernig hann getur nýtt sér tölvur í fótboltanum. Hann heldur enn smá fjarlægð frá sér og leikmönnunum og hann er strangur. Það eru frægar sögur af þvi að hann hafi bannað leikmönnum sínum að borða Paella á sunnudögum, sem að er mikil hefð fyrir á Spáni. Ég myndi taka hann fram fyrir alla aðra þjálfara í Evrópu. Hann talar mjög góða ensku. Hann mun ekki eiga í neinum vandræðum með tjáskipti við leikmenn. Hann er fótboltamaður, mikill fótboltaaðdáandi og aðdáandi ensks fótbolta.

Liverpool myndi verða eins og stórlið AC Milan. Verjast sem heild en sækja líka sem heild. Hann myndi breyta Liverpool og hann myndi gera þá að sterku afli. Hann kann vel að meta enskan fótbolta og veit allt um Liverpool. Hann er enn ungur af knattspyrnustjóra að vera og hann mun njóta þess að taka við einu af stærstu liðum fótboltans. Ég er þess fullviss að hann mun ná góðum árangri á Anfield."
TIL BAKA