)

Gerard Houllier

Gerard Houllier lét duglega að sér kveða í vikunni í kjölfar frammistöðu Grahams Poll dómara í leiknum gegn Arsenal. Hann skammaði dómarann duglega fyrir allar brottvísanirnar í sjónvarpsviðtali eftir leikinn án þess þó að fara yfir strikið og fékk m.a. mikið hrós fyrir það frá John Barnwell formanni félags framkvæmdastjóra í Englandi. Poll gaf á endanum eftir og dró til baka seinna gula spjaldið á Dietmar Hamann þannig að hann sleppur við að fara í leikbann. Houllier staðfesti þarna það sem flestir dyggustu stuðningsmenn Liverpool vissu fyrir; hann er maður sem kann að taka á vandamálunum og leysir þau eins og á að gera það. Og fyrst hann fær dómara til að viðurkenna mistök þá næst meira fram en margur annar hefði náð.
TIL BAKA