)

Steven Gerrard

Steven Gerrard sagði eitt sinn að hann ætlaði að verða jafngóður og Roy Keane og Patrik Vieira og síðan betri. Ef ætti að dæma af frammistöðu hans gegn fyrrnefndum leikmönnum nýverið þá er engu líkara en að hann sé þegar búinn að ná takmarki sínu. Hann virðist verða öflugri með hverjum leik og varla hægt að finna veikan punkt á honum. Hann getur allt, fimmtíu metra hárnákvæmar sendingar, skallamaður góður - búinn að skora tvö skallamörk á þessu tímabili, býr yfir ógnarkrafti í skotum sínum, tæklingar hans eru sérkapítuli útaf fyrir sig og hann stjórnar eins og herforingi á miðjunni. Þeir sem urðu vitni að frábæru marki hans gegn Arsenal á Þorláksmessu voru einungis að njóta forréttarins að marki hans gegn Southampton á nýársdag. Hann skoraði ekki einungis heldur leiddi lið sitt til sigurs og var besti maður vallarins. Margir spá því að einn góðan veðurdag verði hann fyrirliði enska landsliðsins og þó að slíkar spár rætist sjaldan þá ætti ekki að koma neinum á óvart að í tilviki Steven Gerrard verði spáin að veruleika.
TIL BAKA