)

Steven Gerrard

Verðlaunin sem Steven Gerrard fékk í síðustu viku sýna hversu langt hann hefur náð enda hefur frammistaða hans vakið verðskuldaða athygli. Í vikunni var hann útnefndur leikmaður mánaðarins í ensku úrvalsdeildinni og var síðan kosinn efnilegasti leikmaður ársins af leikmönnum úrvalsdeildarinnar.

Gordon Taylor stjórnarformaður úrvalsdeildarinnar hrósað Gerrard mjög þegar hann fékk síðarnefndu útnefninguna í gær en það var landsliðsþjálfarinn Sven Göran Eriksson sem afhenti verðlaunin. "Honum hefur veirð líkt við Duncan Edwards og það er auðvelt að sjá hvers vegna. Allir eru nú að vonast til að hann nái sér af þeim meiðslum sem hafa hrjáð hann og verði sá leikmaður sem hæfileikar hans bjóða upp á. Að mínu mati gæti hann haft jafn mikil áhrif sem miðvallarleikmaður fyrir enska landsliðið og Duncan Edwards."

Ekki lítið hrós en Gerrard stendur fyllilega undir því og framtíðin er björt hjá þessum strák.

TIL BAKA