)

Michael Owen

Owen svaraði gagnrýnisröddum þeim er voru vægðarlausar í hans garð fyrir að hafa klúðrað þremur gullnum tækifærum á að gera út um leikinn við Leverkusen í Meistaradeild Evrópu. Öll hrósyrði sem ómuðu víðs vegar eftir að hann kláraði síðasta tímabil með stæl og tryggði okkur sæti í Meistaradeild og FA-bikarinn á Millenium-leikvangnum hurfu eins og dögg fyrir sólu. Fyrsti leikmaður Liverpool til þess að vera valinn "Besti knattspyrnumaður Evrópu" var allt í einu klúðrari að Guðs náð og hlaut enga náð fyrir augum vissra Púllara.

Owen var greinilega taugaóstyrkur í næsta leik gegn Sunderland en hann fékk eitt gott færi og skoraði glæsilegt mark úr erfiðri stöðu og er aðeins á færi þeirra bestu í heimi að sýna svona tilþrif. Nú hefur honum hlotnast sá heiður að bera fyrirliðaband enska landsliðsins og leiða England út á Anfield. Enn einn kaflinn í glæstri sögu Michael Owen hefur verið skrifaður og okkur grunar að þeir eiga eftir að verða mun fleiri.

TIL BAKA