)

El Hadji Diouf

Raðmorðinginn eins og hann er kallaður í heimalandi sínu er byrjaður að raða inn mörkum. Þessi 21 árs strákur gat ekki byrjað betur á Anfield. Það tók hann aðeins 4 mínútur að að gera allt vitlaust í Kop. Anelka who?, spyrja nú allir. Hann er öllum gleymdur og Púllarar hafa breitt út faðminn á móti Diouf. Mörkin hans gegn Southampton minntu á náunga að nafni Ian Rush. Á síðastliðum tímabilum hefur okkur vantað leikmann sem hirðir upp leifarnar og skorar af stuttu færi. Hann er einnig gríðarlega skapandi og hrein unun að fylgjast með töfrabrögðum hans.

Ummæli hans í fjölmiðlum hafa líka gefið skemmtilega mynd af hugarfari hans. Ekki má gleyma stórkostlegri athugasemd um að hann hélt að Sammy Lee væri að tala þýsku, svo illmögulegt var að skilja mállýskuna hans. Hann segist aldrei gefast upp rétt eins og uppáhaldsliðið hans síðan í æsku. Hann segist ekki óttast samkeppni, annars hefði hann ekkert að gera í svona stórum klúbbi. El Hadji Diouf er kominn til að vera í framlínu Liverpool um ókomin ár.

TIL BAKA