| Grétar Magnússon

Besta vikan síðan 2001

Sami Hyypia segir að með tveimur sigrum gegn Real Madrid og Manchester United hafi liðið átt sína bestu viku síðan liðið vann nokkra bikara á einni viku árið 2001.

Liðið skoraði fjögur mörk í báðum leikjunum og Spánar- og Englandsmeistararnir vissu varla hvaðan á sig stóð veðrið.  Sigurinn á United var til dæmis sá stærsti sem Liverpool hefur unnið gegn liðinu á Old Trafford frá árinu 1936.

,,Þetta hefur verið góð vika," sagði Hyypia.  ,,Ég var spurður að því hvort ég hefði upplifað svona góða viku áður og ég man ekki eftir neinni svona magnaðri frá því árið 2001 þegar við unnum nokkra bikara á einni viku."

Nú munar aðeins fjórum stigum á Liverpool og Manchester United en meistararnir eiga þó leik til góða og geta aukið forystuna í sjö stig.  Hyypia segir að hann og liðsfélagar sínir muni þó ekki missa trúna á því að geta unnið titilinn fyrr en það er stærðfræðilega ómögulegt.

,,Við þurftum að vinna þennan leik og við gerðum það.  Allir eru ánægðir með úrslitin og ég er viss um að önnur lið gleðjast líka.  Þetta hefur verið frábær vika en United eru enn með fjögurra stiga forystu með leik til góða.  Það er erfitt að ímynda sér að við verðum meistarar en við höldum áfram allt til enda og sjáum hvað gerist."

,,Við getum ekki stjórnað því hvað gerist hjá þeim þannig að við verðum að einbeita okkur að sjálfum okkur og vona að þeir tapi stigum.  Ef við hefðum ekki trú á þessu þá gætum við allt eins stöðvað tímabilið núna.  Maður verður að hafa trú á meðan það er enn möguleiki.  Við verðum að gera okkar besta, vinna leiki og vonandi tapa United stigum og við getum nýtt okkur það."

Sami Hyypia kom óvænt inní byrjunarliðið fyrir Alvaro Arbeloa sem meiddist aftaní lærvöðva í upphitun.  Hafði Finninn stóri aðeins nokkrar mínútur til að undirbúa sig.

,,Ég frétti bara nokkrum mínútum fyrir leik að ég ætti að byrja.  Ég hafði smávægilegar áhyggjur af því hvernig fyrstu mínúturnar myndu þróast en ég komst í gegnum þær vandræðalaust."

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan