| Heimir Eyvindarson

Næstum 100 prósent

Lucas Leiva segist vera alveg við það að ná 100% bata. Hann hefur tröllatrú á því að hann verði fljótlega kominn í sitt fyrra form.

,,Ég á ekki langt í land. Ég hef tekið fullan þátt í undirbúningstímabilinu og sjálfstraustið er allt að koma. Ég hlakka mikið til tímabilsins."

,,Ég finn ekkert fyrir eymslum, hvorki í hnénu né lærinu. Mér finnst ég vera í 100% lagi, en ég er enn að vinna í forminu rétt eins og allir aðrir á þessum tíma, en mér líður klárlega mun betur núna en í fyrra."

,,Ég vona að ég nái sama styrk og ég hafði áður en ég meiddist. Ég tel góðar líkur á því. Ég legg allavega mjög hart að mér til þess að það megi verða."

,,Ég er mest ánægður með að sjálfstraustið er allt að koma. Ég vona að ég nái að eiga aftur leiktíð eins og þá sem ég átti fyrir meiðslin. Ég veit auðvitað að þetta verður erfitt. Það er erfitt að koma jafnsterkur til baka eftir tvenn erfið meiðsl, en ég hef séð marga leikmenn gera það. Vonandi get ég það líka."



TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan