| Grétar Magnússon

Aðgerðin hjá Coutinho heppnaðist vel

Philippe Coutinho þurfti að fara í aðgerð á öxl vegna meiðsla sem hann hlaut í leiknum gegn Swansea fyrir rúmri viku síðan.  Allt gekk vel.


Þessi ungi Brasilíumaður hefur komið gríðarlega vel inní liðið og var hans sárt saknað í leiknum gegn Southampton þó reyndar megi spyrja sig hvort hann hefði ekki bara dottið í sömu ládeyðu og aðrir leikmenn liðsins þann dag.

Hann einbeitir sér nú að því að ná bata sem fyrst eftir vel heppnaða aðgerð.

,,Það er pirrandi að meiðast, sérstaklega þegar maður er að spila vel, en þetta gerist," sagði hann í viðtali við Globo Esporte.

,,Ég vil einbeita mér að því að ná bata, gera allt rétt til þess að vera kominn út á völlinn á ný til að hjálpa Liverpool í deildinni.  Aðgerðin heppnaðist fullkomlega og það er það sem skiptir mestu máli.  Ég sný fljótt aftur."

Coutinho vill komast í landsliðshóp Brasilíumanna sem mun spila á HM næsta sumar en hann gerir sér grein fyrir því að bati hans og frammistaða með Liverpool eftir það mun algjörlega ráða því.

,,Mig dreymir um að vera kallaður upp í landslið Brasilíu en það veltur auðvitað allt á mér sjálfum," sagði hann.  ,,Auðvitað er það slæmt að meiðast á þessum tímapunkti, en svona er knattspyrnan.  Ég lent í mótlæti og hugsa bara um að ná mér góðum sem fyrst.  Ef ég spila vel þá munu hlutirnir koma af sjálfum sér."






TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan