| Heimir Eyvindarson

Henderson í lagi, Sturridge í skoðun á morgun

Sem betur fer virðast meiðslin sem Jordan Henderson varð fyrir á æfingu enska landsliðsins í gær ekki hafa verið alvarleg. Hann lék í það minnsta 90 mínútur fyrir England í kvöld. 

Eins og sagt var frá hér á síðunni í morgun haltraði Jordan Henderson af æfingu enska landsliðsins í gær. Nú er ljóst að meiðslin hafa ekki verið ýkja merkileg því hann spilaði fullar 90 mínútur í 2-0 sigri Englendinga á Sviss í undankeppni EM í kvöld. 

Þess má geta að Raheem Sterling og Rickie Lambert lögðu upp sitt markið hvor, fyrir Danny Welbeck.

 

Af meiðslum Daniel Sturridge er það að frétta að hann fer í nákvæma læknisskoðun á morgun og þá ætti að koma í ljós hversu lengi hann verður frá, en hann meiddist einmitt á æfingu enska landsliðsins í síðustu viku. 


TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan