| Sf. Gutt

Philippe valinn í lið ársins!



Philippe Coutinho var valinn í Lið árins í kjöri leikmanna á Englandi. Edin Hazard, miðjuleikmaður Chelsea, var kjörinn Leikmaður árins og Harry Kane framherji Tottenham Hotspur var kosinn besti ungliðinn. Þess má geta að Edin var kosinn besti ungi leikmaðurinn á síðustu leiktíð. Philippe var tilnefndur í báðum flokkum.  


Philippe fékk á hinn bóginn sína viðurkenningu með því að vera valinn í úrvalslið Úrvalsdeildarinnar. Liðið er þannig skipað.

Markmaður: David De Gea - Manchester United.

Varnarmenn: Branislav Ivannovic - Chelsea, John Terry - Chelsea, Gary Cahill - Chelsea, Ryan Bertrand - Southampton.

Miðjumenn: Nemanja Matic - Chelsea, Eden Hazard - Chelsea, Philippe Coutinho - Liverpool, Alexis Sanchez - Arsenal.

Framherjar: Diego Costa - Chelsea og Harry Kane - Tottenham Hotspur.

Liðinu er stillt þannig upp að fjórir eru í vörn en fyrir framan þá er Nemanja sem afturliggjandi miðjumaður. Hinir þrír miðjumennirnir eru fyrir aftan framherjana. 

Svo merkilega vildi til að enginn leikmaður kvennaliðs Liverpool sem er enskur meistari fékk verðlaun. Lucy Bronze, sem leikur í vörn var valinn í úrsvalslið deildarinnar. Hún er reyndar núna leikmaður Manchester City.

 




Steven Gerrard fékk sérstök heiðursverðlaun leikmannasamtakanna fyrir langan og farsælan feril. Frank Lampard núverandi leikmaður Manchester City fékk líka samskonar verðlaun. Báðir hafa átt glæsilega ferla í ensku knattspyrnunni en ljúka keppni í henni í vor og byrja að spila í bandarísku knattspyrnunni.

  
TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan