| Heimir Eyvindarson

Henderson fótbrotinn! UPPFÆRT

Rétt í þessu bárust þær skelfilegu fréttir að Jordan Henderson hefði fótbrotnað á æfingu í gær. Tony Barrett, sem er vel tengdur Liverpool eins og við þekkjum, tístaði þessum afleitu fréttum á Twitter fyrir örfáum mínútum.

Henderson var rétt búinn að ná sér af hnjaskinu sem hefur haldið honum utan vallar undanfarna daga og vikur og talið var öruggt að hann yrði í byrjunarliðinu á morgun, þegar Liverpool fær Norwich í heimsókn. En það verður ekki og fyrirliðinn verður hugsanlega frá fram í nóvember, ef Barrett hefur rétt fyrir sér. Hreinlega hræðilegar fréttir.


UPPFÆRT: Liverpool Echo segir að Henderson hafi meiðst á æfingu í gær og í læknisskoðun í morgun hafi komið í ljós að hann væri fótbrotinn á hægri fæti. Brotið hefur ekkert að gera með meiðslin sem hafa haldið honum utan við liðið í síðustu fjórum leikjum, en það voru meiðsli í vinstri hæl. Henderson hafði að fullu náð sér af þeim meiðslum og átti að byrja leikinn gegn Norwich á morgun, að því er segir í Echo. Fyrirliðinn mun gangast undir aðgerð á mánudaginn og læknalið Liverpool reiknar með að hann verði frá í 6-8 vikur.
TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan