| Heimir Eyvindarson

Firmino hryggbrotinn?

Á blaðamannafundi nú í morgunsárið kom fram að hugsanlega hefur Roberto Firmino brákað hryggjarlið í leiknum gegn Carlisle. Meiðslalistinn er kominn í 100 milljónir punda.

Nánari fréttir af bakmeiðslum Firmino eru væntanlegar í dag, en það er að minnsta kosti ljóst að hann verður frá í einhvern tíma.

Hann hefur dregið sig út úr landsliðshópi Brasilíumanna, sem mætir Chile og Venezuela 8. og 13. október. Það er því ljóst að það er einhver bið á því að Firmino verði leikfær.

Þá hefur verið staðfest að Dejan Lovren skaddaði liðbönd í leiknum gegn Carlisle og verður frá í 5-6 vikur hið minnsta.

Þeir Firmino og Lovren kostuðu samtals rétt tæpar 50 milljónir punda og verða utan hópsins á morgun rétt eins og Jordan Henderson  og Christian Benteke sem kostuðu álíka mikið. Meiðslalistinn þessa dagana leggur sig því á u.þ.b. 100 milljónir punda. Það er dálítil blóðtaka og hjálpar ekki til við að létta pressunni af framkvæmdastjóranum.  

  
TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan