| Grétar Magnússon

Coutinho tilnefndur

Tilnefningar til leikmanna ársins í ensku Úrvalsdeildinni hafa nú verið birtar.  Einn Liverpool maður er á þessum lista, nánar tiltekið á lista yfir besta unga leikmanninn á tímabilinu og kemur fáum það á óvart að sá leikmaður er Philippe Coutinho.

Sem fyrr eru þessi verðlaun veitt á vormánuðum en meðlimir, sem eru leikmenn úr Úrvalsdeildinni, velja þá leikmenn sem hafa talið standa sig best á tímabilinu.  Síðast gerðist það árið 2001 að leikmaður Liverpool hlaut þessa útnefningu og var það Steven Gerrard sjálfur.  Hann vann svo aðalverðlaunin tímabilið 2005-2006 og Luis Suarez hlaut einnig þá nafnbót tímabilið 2013-2014.

Þeir leikmenn sem eru tilnefndir í þessum flokki ásamt Coutinho eru, Dele Alli og Harry Kane frá Tottenham, Ross Barkley og Romelu Lukaku frá Everton og Jack Butland hjá Stoke.



TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan