| Sf. Gutt

Munum koma sterkari til baka!

Jürgen Klopp var daufur í dálkinn eins og aðrir í herbúðum Liverpool etir tapið í Basel. Hann segir að leikmenn Liverpool og aðrir tengdir félaginu verði að læra af reynslunni og koma sterkari til baka. Þjóðverjinn hafði meðal annars þetta að segja á blaðamannafundi eftir leikinn. 

,,Það er deginum ljósara að fyrsta mark Sevilla hafði mikil áhrif á leik okkar. Við það töpuðum við trúnni á hvernig við ætluðum að spila. Við hættum að spila boltanum á einfaldan hátt á milli okkar og fórum að gera flóknari hluti. Við misstum tökin á því hvernig ætluðum að spila og vorum ekki lengur þéttir fyrir."

,,Fyrri hálfleikurinn var allt í lagi og við verðskulduðum að vera með 1:0 forystu. Sevilla sendi fullt af löngum sendingum til að lenda ekki í spilinu okkar. Þetta var allt í lagi en ekki jafn gott og við getum spilað best. Þetta er tíunda eða tólfta viðtalið sem ég fer í og allir hafa verið að segja mér að það hefi tvisvar verið hendi á þá í fyrri hálfleik. Í dag voru minnsta kosti fjórar ákvarðanir, að mér fannst, sem voru á móti okkur. Kannski fleiri. Í jöfnum úrslitaleikjum þarf maður smá heppni og hún var ekki með okkur. Við getum ekkert gert í þessu en við höfum áhrif á hvernig við spilum og nú erum við eins vonsviknir og ergilegir og við getum mögulega verið."

,,Á morgun eða eftir viku eða eitthvað svoleiðis verðum við búnir að átta okkur betur á þessu og þá munum við notfæra okkur það sem við finnum út til að draga lærdóm af. Við verðum að gera það. Við verðum ekki í Evrópukeppni á næstu leiktíð. Enginn knattspyrna á fimmtudögum og það þýðir að við fáum meiri til tíma til æfinga. Við munum nota tímann vel og það er ekki vafi á því að við munum koma sterkari til baka!"


TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan