| Sf. Gutt

Af EM

Riðlakeppni Evrópumótsins lauk í gærkvöldi. Ísland komst í 16 liða úrslit! Piltarnir okkar mæta þar fimm fulltrúum Liverpool.

Ísland vann magnaðan 2:1 sigur á Austurríki í París. Jón Daði Böðvarsson og Arnór Ingvi Traustason skoruðu mörkin. Ísland mætir Englandi í Nice á mánudagskvöldið. Þjóðirnar hafa aldrei áður spilað saman í mótsleik. 

Christan Benteke og Divock Origi komu inn á sem varamenn undir lok leiks Belga og Svía. Belgar unnu 1:0 og komast áfram. 

Í fyrrakvöld tryggðu Þjóðverjar sæti sitt í 16 liða úrslitum með því að vinna Norður Íra 1:0. Mario Gomez skoraði markið. Emre Can var meðal varamanna eins og hann hefur verið hingað til á mótinu. 

Allir 12 fulltrúar Liverpool eru enn með í keppninni og verður það að teljast gaman. Nema horft sé til þess að þeir komist fyrir vikið ekki strax í sumarfrí til að hvíla lúin bein. 

Leikirnir í 16 liða úrslitum eru hér að neðan. 

Laugardagur

Sviss v Pólland

Wales v Norður Írland

Króatía v Portúgal

Sunnudagur

Frakkland v Írland

Þýskaland v Slóvakía

Ungverjaland v Belgía

Mánudagur

Ítalía v Spánn

England v Ísland

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan