| Grétar Magnússon

Brad Smith seldur til Bournemouth

Þann 27. júlí síðastliðinn var salan á bakverðinum Brad Smith til Bournemouth staðfest.

Smith, sem er 22 ára gamall er uppalinn hjá Liverpool og kom upp í aðallið félagsins í gegnum Akademíuna.  Hann spilaði sinn fyrsta Úrvalsdeildarleik fyrir félagið þegar hann kom inná sem varamaður gegn Chelsea í desember árið 2013.

Hann tók þátt í 10 leikjum á síðasta tímabili undir stjórn Jurgen Klopp og skoraði eitt mark, gegn Exeter City í FA bikarnum.  Smith, sem er ástralskur að uppruna hefur einnig spilað með ástralska landsliðinu og er líklegur til þess að vera hluti af því liði næstu árin.

Hann spilaði sinn síðasta leik fyrir félagið í 1-1 jafntefli á lokadegi síðasta tímabils, gegn WBA í maí.

Við óskum Smith góðs gengis hjá nýju félagi en þar hittir hann fyrir Jordon Ibe sem var seldur til Bournemouth fyrr í júlímánuði.


TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan