| Sf. Gutt

Christian Benteke á förum


Eftir því sem fregnir herma í kvöld þá hafa forráðamenn Liverpool og Crystal Palace komist að samkomulagi um að Belginn hafi vistaskipti. Liverpool Echo greinir frá því að Crystal Palace muni borga 27 milljónir sterlingspunda fyrir framherjann sem lék aðeins eina leiktíð með Liverpool. Ákvæði í samningnum geta svo hækkað kaupverðið upp í 32 milljónir. 

Crystal Palace bauð í Christain fyrr í sumar og var því tilboði hafnað. Aftur var tilboði hafnað núna fyrr  í vikunni eftir því sem fjölmiðlar greindu frá. En núna gekk saman með félögunum. Það er býsna vel af sér vikið hjá forráðamönnum Liverpool að fá svo til sömu upphæð fyrir Belgann og hann var keyptur á fyrir ári. Tekið skal fram að félögin hafa ekki staðfest vistaskiptin. 


Miklar vonir voru bundnar við Christan þegar hann kom til Liverpool frá Aston Villa síðasta sumar en hann náði náði sér aldrei á strik og það þó tveir framkvæmdastjórar reyndu að koma honum í gang. Hann skoraði þó tíu mörk í 42 leikjum.


TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan