| Sf. Gutt

Daniel Sturridge verður ekki seldur!


Af og til hefur um það verið fjallað í fjölmiðlum að Daneil Sturridge muni yfirgefa Liverpool núna eftir áramótin. Þessi kenning hefur verið rökstudd þannig að Daniel sé óánægður með að hafa ekki fengið að spila meira með Liverpool og vilji þess vegna reyna fyrir sér hjá öðru félagi. 


Jürgen Klopp segir það ekki koma til greina. Hann sagði á blaðamannafundi í dag að það væri ekkert vit í að selja Daniel og allar sögusagnir um að það stæði til væru tilbúningur. Hann staðfesti um leið að Daniel myndi ekki spila á móti Bournemouth á sunnudaginn. Daniel hefur ekki verið í liðshópi Liverpool fyrir síðustu tvo leiki vegna meiðsla og hann er ekki búinn að ná sér. 

,,Það fyndna er að þið búið til sögur sem ekki eiga við sök að styðjast og spyrjið mig svo út í þessar sögur sem enginn fótur er fyrir!"

Jürgen Klopp sagði á fundinum að það stæði ekki til að selja neinn úr aðalliðshópnum í janúar. Þessi yfirlýsing nær trúlega yfir þá leikmenn sem hafa spilað eitthvað á leiktíðinni. Svo er að sjá hvort liðshópurinn verður styrktur með nýjum leikmönnum.

 



 
TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan