| Sf. Gutt

Jólatilboð! Steven Gerrard - Árin hjá Liverpool


Steven Gerrard tilkynnti á dögunum að hann hefði ákveðið að hætta sem atvinnumaður í knattspyrnu. Þar með lauk einum glæsilegasta ferli knattspyrnumanns í sögu Liverpool!

Í tilefni þessara tímamóta er hægt að fá bókina áritaða hjá höfundinum fram til jóla. Ekki þarf annað en að senda póst á 
[email protected] og panta bókina og biðja um þá áritun sem vill. Eins má hafa samband við höfund í gegnum einkaskilaboð á Facebook. 

Bókin kostar árituð 5000 krónur með sendingarkostnaði. Að sjálfsögðu er sent hvert á land sem er. Þó svo bókin hafi komið út í fyrra heldur hún enn gildi sínu sem heimild um feril Steven Gerrard hjá Liverpool auk þess að vera yfirlit yfir allt það helsta sem gerðist hjá félaginu okkar á meðan Steven var þar leikmaður.


Steven Gerrard er einn besti knattspyrnumaður sinnar kynslóðar. Hann fæddist í Liverpool og hélt með liðinu sem ber nafn borgarinnar frá barnæsku. Hann hóf að æfa með liðinu sínu átta ára gamall, gekk í gegnum alla keppnisflokka þar til draumur hans um að spila með aðalliði félagsins rættist þegar hann var 18 ára. Hann vann sér ungur sæti í aðalliðinu og varð einn besti leikmaður í sögu þessa frækna félags. 


Þegar ferlinum hjá Liverpool lauk vorið 2015 var hann orðinn goðsögn hjá stuðningsmönnum liðsins. Hann var fyrirliði lengur en nokkur leikmaður í sögu félagsins og tók við Evrópubikarnum 2005 eftir einn ótrúlegasta úrslitaleik sögunnar. Hann vann flesta titla sem hægt var að vinna, skoraði fjölda marka og gat unnið leiki upp á sitt einsdæmi. Ekki gekk allt eins og á var kosið og sagan greinir líka frá vonbrigðum og erfiðleikum. 


Í bókinni er greint frá ferli þessa frábæra leikmanns og um leið er saga félagins, á meðan hann lék, þar rakin. Þar gekk á ýmsu eins og stuðningsmenn Liverpool þekkja. Eins er sagt frá landsliðsferli hans en Steven lék á sex stórmótum í knattspyrnu.


Bókin sem er 272 blaðsíður, rekur feril Steven, frá því hann hófst og þar til honum lauk í vor. Í bókinni er fjöldi mynda frá ferli kappans og ýmsu sem tengist ferli hans. Ítarlega tölfærði um feril Steven, af LFChistory.net, er að finna í bókinni. Upplögð jólagjöf fyrir þá stuðningmenn Liverpool sem enn hafa ekki eignast bókina :)



TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan