| Sf. Gutt

Hápunktur ársins 2016 - Númer 3

Íkringum áramótin könnuðum við hvaða atburður nýliðins árs lesendum Liverpool.is þótti merkilegastur. Við förum nú yfir niðurstöðurnar. Númer þrjú töldu þið toppbaráttuna hjá Liverpool.

Leiktíðin hófst með mögnuðum 3:4 útsigri á Arsenal í London en í næsta leik féll liðið skell 2:0 í Burnley. En eftir það fór Liverpool í gang og vann hvern leikinn á fætur öðrum. Leikmenn voru á skotskónum og mörk í öllum regnboganslitum glöddu stuðningsmenn Rauða hersins. Liverpool var um tíma í efsta sæti deildarinnar og endaði árið með 1:0 sigri á Manchester City á Anfield undir kvöld á síðasta degi ársins. Þá var liðið í öðru sæti deildarinnar! 



















Toppbaráttan það sem af er leiktíðar!





TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan