| Sf. Gutt

Herra Liverpool!


Á fæðingardegi Ronnie Moran, en hann hefði orðið 84 ára, er vel við hæfi að kynna bókina sem út kom um æfi hans á síðasta ári. Íslendingur er annar höfunda bókarinnar eins og þeir vita sem hafa nú þegar fjárfest í þessari merkilegu bók. Argrímur Baldursson sem á tvær bækur, Liverpool: The Complete Record og Liverpool Encyclopedia, fyrir með Guðmundi Magnússyni á afrekaskrá sinni. Arngrímur og Carl Clemente skrifuðu bókina Mr Liverpool - Herra Liverpool í samvinnu við Paul son Ronnie. 


Bókin rekur ævi Ronnie Moran. Hæst ber auðvitað glæstan feril hans með Liverpool. Fyrst leikmaður og svo þjálfari sem átti stóran þátt í velgengni Liverpool. Ronnie lék með Liverpool frá 1952 til 1965. Hann varð Englandsmeistari með Liverpool 1963/64 og meistari í annarri deild 1961/62.

Bill Shankly bauð Ronnie þjálfarastöðu þegar hann lagði skóna á hilluna. Hann varð einn af ,,Skóherbergisdrengjunum" og gegndi mörgum hlutverkum næstu áratugina. Hann þjálfaði varaliðið, var sjúkraþjálfari og síðar þjálfari aðalliðsins. Á ferli sínum sem þjálfari aðstoðaði hann sex framkvæmdastjóra. Þeir Bill Shankly, Bob Paisley, Joe Fagan, Kenny Dalglish, Graeme Souness og Roy Evans nutu góðra ráða og einstakra hæfileika hans í þjálfun. Ronnie lét af störfum hjá Liverpool sumarið 1998. 

Ronnie leysti tvívegis af sem framkvæmdastjóri. Fyrst á leiktíðinni 1990/91 þegar Kenny Dalglish sagði starfi sínu lausu. Aftur tók Ronnie við liðinu um tíma keppnistímabilið 1991/92 þegar Graeme Souness fór í hjartaaðgerð. Vorið 1992 leiddi Ronnie Liverpool út á Wembley fyrir úrslitaleikinn í FA bikarkeppninni. Það var þakklætisvottur frá félaginu en í leiknum sátu Ronnie og Graeme saman á varamannabekknum og stýrðu liðinu. Liverpool vann úrslitaleikinn við Sunderland 2:0. Þegar Ronnie lét af störfum hafði hann verið hjá Liverpol í 49 ár. 

Ronnie Moran lést 22. mars á síðasta ári. 



 
TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan