| Sf. Gutt

Ýmislegt furðulegt hefur gerst!

Í dag var hefðbundinn blaðamannafundur hjá Jürgen Klopp. Liverpool mætir Englandsmeisturum á mánudagskvöldið og að sjálfsögðu var Jürgen spurður út í brottrekstur Claudio Ranieri frá Leicester City. Aðspurður sagðist Jürgen ekkert vera undrandi á brottvikningu Ítalans enda hefði margt furðulegt gerst í heiminum síðustu mánuði. Svo sem úrslit kosninga og vitnaði til Brexit kosninganna á Bretlandi og kjörsins á Donald Trump sem forseta Bandaríkjanna! Hann taldi brottvikningu Claudio fara í flokk með þessum óvæntu kosninganiðurstöðum!

Leicester City hefur verið í miklum erfiðleikum á þessari leiktíð og sogast nær og nær botni deildarinnar en brottvikning Claudio hefur samt verið harðlega gagrýnd í knattspyrnuheiminum. Vonandi verður þó brottreksturinn ekki til að efla leikmenn Leicester á mánudagskvöldið. Liverpool þarf að sigri að halda!









TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan