| Sf. Gutt

Kenny Dalglish minnist Ronnie Moran


Ronnie Moran er látinn. Kenny Dalglish þekkti Ronnie vel og betur en flestir. Ronnie þjálfaði hann sem leikmann en þegar Kenny varð framkvæmdastjóri Liverpool varð Ronnie honum til aðstoðar sem þjálfari. Þeir voru því búnir að fylgjast lengi að. 

,,Það má meta framlag Ronnie Moran til Liverpool Football Club á margan hátt en það sem segir mest um hann er hversu allir, sem nutu þeirra forréttinda að vinna með honum, bera honum söguna vel og hafa hann í hávegum. Hann var hér í rúmlega 49 ár sem leikmaður, þjálfari, sjúkraþjálfari, aðstoðarframkvæmdastjóri og afleysingarframkvæmdastjóri. Hann gegndi mörgum hlutverkum hérna og hann lagði sig fram um að sinna öllum verkum sínum þannig að var öllum til fyrirmyndar sem áttu samskipti við hann."


,,Við getum öll horft um öxl, yljað okkur við minngar og verið stolt af þeirri velgengni sem við nutum á þessum tíma en því skyldi aldrei gleyma að afrekin sem við unnum hefðu aldrei unnist nema vegna þeirrar vinnu sem menn eins og Ronnie lögðu á sig. Staðreyndin er sú að eftir að hann hætti störfum hjá félaginu og fram til þessa dags hefur félagið áfram notið verka hans og þess sem hann lagði grunn að með hæfileikum sínum og eldmóði."

,,Ég ber takmarkalusa virðingu fyrir honum og það sama gildir um fjölda annarra. Ég fullyrði að þessi virðing fyrir honum er ekki bara borinn af þeim sem unnu með honum hérna hjá Liverpool heldur líka hjá mörgum í öðrum félögum. Ástæðan fyrir þessu er einföld. Það skipti engu hvað hann afrekaði því hann var alltaf jafn jarðbundinn og svo var allan hans feril. Knattspyrnan var einföld í hans augum og þetta viðhorf hans var einkennandi fyrir hann."


,,Ég, eins og svo margir, er mjög sorgmæddur nú þegar hann er fallinn frá. En mitt í sorginni finnur maður fyrir þeim forréttindum sem fólust í því að hafa unnið með manni sem vann hjá Liverpool alla sína starfsævi og helgaði félaginu alla krafta sína. Hans verður alltaf minnst fyrir að hafa verið dyggur starfsmaður félagsins sem lét aldrei þá miklu velgengni sem hann naut stíga sér til höfuðs."

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan