| Sf. Gutt

Landsleikjafréttir

Fyrsta landsleikjahrina ársins er hafin. Liverpool á leikmenn úti um allar trissur. Adam Lallana var í enska landsliðinu sem tapaði 1:0 fyrir Þýskalandi í Dortmund á miðvikudagskvöldið. Leikurinn sem var vináttuleikur var líka kveðjuleikur fyrir Lukas Podolski sem lék sinn 130. landsleik. Lukas skoraði eina markið með þrumuskoti upp í vinkilinn í síðari hálfleik. Þetta var 49. mark hans fyrir landsliðið. Adam spilaði vel og átti skot í stöng eftir góða ripsu í fyrri hálfleik. 

Sadio Mané kom inn á sem varamaður í lið Senegal sem gerði 1:1 jafntefli við Nígeríu. Þetta var vináttuleikur sem fór fram á Englandi. 

Þeir Philippe Coutinho og Roberto Firmino spiluðu með Brasilíu sem vann Úrúgvæ 4:1. Báðir þóttu spila vel. Brasilia leiðir riðilinn og stendur vel að vígi hvað farseðil til Rússlands varðar. 

Danny Ward, Harry Wilson og Ben Woodburn voru varamenn í kvöld þegar Wales sótti stig til Írlands. Ekkert mark var skorað í Dublin. Joe Allen, fyrrum leikmaður Liverpool, var í liði Wales. 



TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan