| Sf. Gutt

Af kvennaliðinu

Keppnistímabilið hjá kvennaliði Liverpool er hafið. Keppnin byrjaði með FA bikarnum og stelpurnar eru komnar í undanúrslit. 

Liverpool byrjaði á því að vinna Everton 2:1 og var þeim sigri að sjálfsögðu sérstaklega vel fagnað. 

Í næstu umferð mætti Liverpool Notts County og hafði betur 2:0. Liverpool var þar með komið í undanúrslit. 

Liverpool fær erfiðan andstæðing í undanúrslitunum en liðið þarf að spila á útivelli á móti Englandsmeisturum Manchester City. Leikurinn fer fram síðar í þessum mánuði. 

Deildarkeppnin fer svo af stað og verður áhugavert að sjá hvernig liðinu vegnar en liðið átti erfitt uppdráttar á síðustu leiktíð. 

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan