| Ingi Björn Ágústsson

Carragher forfallast, Hyypia mætir

Stjórn Liverpool klúbbsins á Íslandi þykir leitt að tilkynna að Jaime Carragher hefur með stuttum fyrirvara afboðað sig á árshátíð klúbbsins. Ástæður eru að hann ætlar að ferðast með Jurgen Klopp og Liverpool liðinu strax eftir tímabilið.

Honum þykir þetta leitt og höfum við strax hafið undirbúning í að fá hann til að koma að ári liðnu. En við höfum unnið hratt og vel, og fengið fyrrum fyrirliða liðsins, Sami Hyypia í hans stað.

Hyypia lék 464 leiki fyrir Liverpool og skoraði 35 mörk fyrir félagið og átti stóran þátt í tveimur evróputitlum Liverpool.

Árshátíðin verður sem áður með sama sniði og gilda seldir miðar á árshátíðina að sjálfssögðu. Ef einhverjir stuðningsmenn óska eftir að fá endurgreitt af þessum sökum þá verður það ekkert mál. Nánari útfærsla á því verður auglýst í vikunni.

Við lofum engu að síður frábærri árshátíð að venju og hlökkum til að sjá ykkur. Miða á árshátíðina má kaupa hér: https://midi.is/atburdir/1/10019/Jamie_Carragher_a_arshatid_Liverpool_klubbsins

Stjórn Liverpoolklúbbsins á Íslandi.
TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan