| Sf. Gutt

Liverpool í bann

Liverpool Football Club var í vor dæmt í bann af Úrvalsdeildinni. Bannið þýðir að Liverpool getur ekki fengið pilta á samning til sín næstu tvö árin.

Ástæðan fyrir banninu er sú að forráðamenn Stoke City kvörtuðu undan því að útsendarar Liverpool hefðu haft ,,ólöglegt" samband við foreldra 12 ára pilts með það í huga að fá hann til Liverpool. Eftir kvörtun Stoke City var málið tekið fyrir og niðurstaðan var sú að Liverpool má ekki fá til sín leikmenn frá Akademíum annarra enskra félaga næstu tvö árin. Slíkt er vel hægt en fara þarf eftir settum reglum. Ef rétt er skilið er bann seinna ársins skilorðbundið. Að auki fylgdi sekt upp á 100.000 sterlingspund. Liverpool má eftir sem áður fá til sín leikmenn frá félögum utan Bretlands.  

Það verður að teljast mjög klaufalegt að þeir sem sjá um þessi mál hjá Liverpool hafi ekki getað farið að settum reglum. Bannið stendur og skaðar að sjálfsögðu möguleika Liverpool til að fá efnilega ungliða til sín næstu misseri. 
TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan