| Grétar Magnússon

Sadio Mané í liði ársins

Samtök knattspyrnumanna í Englandi hafa valið lið ársins í ensku úrvalsdeildinni fyrir tímabilið og að þessu sinni er Sadio Mané fulltrúi Liverpool í liðinu.

Mané mun ekki spila meira á tímabilinu vegna meiðsla en hann skoraði 13 mörk og átti 5 stoðsendingar í 27 leikjum á tímabilinu.  Kjörið fer þannig fram að allir leikmenn sem spila í ensku atvinnumannadeildunum velja þá leikmenn sem þeim finnst eiga skilið að vera í liði ársins.

Niðurstöðurnar voru þessar:

Markvörður:  David de Gea (Manchester United).

Varnarmenn:  Kyle Walker og Danny Rose (Tottenham).  David Luiz og Gary Cahill (Chelsea).

Miðjumenn:  N'Golo Kante og Eden Hazard (Chelsea).  Dele Alli (Tottenham).  Sadio Mané (Liverpool).

Sóknarmenn:  Harry Kane (Tottenham) og Romelu Lukaku (Everton).




TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan