| Sf. Gutt

Rafael bætir titli við safn sitt



Svo því sé haldið til haga þá bætti Rafael Benítez titli við afrekaskrá sína í vor. Newcastle United endurheimti sæti sitt í efstu deild með því að vinna næst efstu deild. Rafael náði því að koma Newcastle upp í fyrstu tilraun.  

Það stóð þó tæpt að Newcastle næði efsta sætinu því Brighton and Hove Albion leiddi deildina fyrir síðustu umferðina. Newcastle vann Barnsley 3:0 á St James Park en allt útlit var á því að það myndi ekki duga því Brighton leiddi 0:1 gegn Aston Villa í Birmingham. En allt breyttist á síðustu mínútu leiksins þegar VIlla jafnaði 1:1. Sigur Newcastle varð því allt í einu nóg til að vinna deildina. 

Þetta er í þriðja sinn sem Rafael Benítez kemur liði upp um deild. Hann kom bæði Extremadura og Tenerife upp og upp í þá efstu á Spáni. 













Titillinn með Newcastle er sá 13. sem Rafael Benítez vinnur á ferli sínum sem framkvæmdastjóri. Þar af vann hann fjóra á valdaferli sínum hjá Liverpool. Fyrst Evrópumeistaratitilinn og Stórbikar Evrópu 2005 og svo FA bikarinn og Samfélagsskjöldinn 2006.






TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan