| Sf. Gutt

Tek fulla ábyrgð!


James Milner var miður sín eftir leik Liverpool og Southampton. Hann misnotaði vítaspyrnu í leiknum og trúlega kostaði það Liverpool sigurinn. Hann sagðist eftir leikinn verða að taka fulla ábyrgð á því að ekki tókst betur til með vítaspyrnuna. James hafði meðal annars þetta að segja í viðtali við Liverpoolfc.com.

,,Þetta var vel varið en það er augljóst að vítið var ekki nógu gott því boltinn fór ekki í netið. Ég verð að taka fulla ábyrgð á því og það var okkur aldeilis dýrkeypt í dag. Þetta voru mikil vonbrigði því strákarnir lögðu svo mikið á sig og færðu mér þetta tækifæri til að hjálpa okkur að vinnna leikinn."

Fraser Forster, markmaður Southampton, varð fyrstur markmanna til að verja víti frá James frá því hann kom til Liverpool frá Manchester City sumarið 2015. Á þessari leiktíð var James búinn að skora úr sjö vítum.

En James segir að nú dugi ekki annað en að vinna síðustu tvo leikina að sjá hvort það dugi til að ná Meistaradeildarsæti. 

,,Vinna leikina. Markmiðið var að vinna alla leikina sem voru eftir fyrir leikinn í dag en okkur tókst það ekki. Það eina sem við getum gert er að ná sex stigum úr síðustu tveimur leikjunum. Það er það eina sem er á okkar valdi og vonandi gengur allt eftir."

James er búinn að standa sig með sóma sem vinstri bakvörður á leiktíðinni og það er ekki hægt að gagnrýna hann mikið fyrir að hafa ekki skorað. Það kemur í ljós í lok leiktíðar hvort vítið verður mjög dýrkeypt.



TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan