| Sf. Gutt

Tveir fyrrum leikmenn meistarar í Hollandi!


Hollensku deildarkeppninni lauk í gær. Feyenoord frá Rotterdam varð Hollandsmeistari í 15. sinn og í fyrsta skipti frá því 1998/99. Feyenorrd tryggði sér titilinn með því að vinna Heracles Almelo 3:1 á heimavelli. Dirk Kuyt fyrrum leikmaður Liverpool gerði sér lítið fyrir og skoraði þrennu og tryggði þar með meistaratitilinn. Eins venjulega skilaði Dirk sínum skerf af mörkum á leiktíðinni. Allt gekk af göflunum hjá stuðningsmönnum Feyenoord þegar titillinn var í höfn enda býsna langt liðið frá þeim síðasta. Þess má geta að Jerzy Dudek fyrrum leikmaður Liverpool rétti Dirk meistaraskjöldinn. Jerzy var í síðasta meistaraliði Feyenoord!

Með meistaratitlinum rættist draumur Dirk Kuyt um að verða meistari með liðinu sem hann lék áður með á árunum 2003 til 2006 áður en hann fór til Liverpool. Á síðastu leiktíð varð Feyenoord bikarmeistari. Hann hefur því unnið báða stórtitlana í Hollandi eftir að hann sneri aftur heim eftir að hafa spilað með Liverpool á Englandi og Fenerbahçe  í Tyrklandi. Dirk hóf feril sinn með Utrecht. Brad Jones hefur staðið í marki Feyenoord á leiktíðinni en hann kom þangað síðasta sumar. Hann er búinn að spila með Bradford og NEC í Hollandi frá því hann fór frá Liverpool 2015. Brad stóð sig mjög vel í marki Feyenoord og hélt 17 sinnum hreinu. Vel gert hjá Ástralanum. 

Það er óhætt að óska þeim Brad og Dirk til hamingju með árangurinn. 


TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan