| Grétar Magnússon

Æfingaleikur við Hertha Berlin í sumar

Tilkynnt var í dag um að Liverpool leikur æfingaleik við Hertha Berlin í Þýskalandi í lok júlí.

Bæði félögin fagna 125 ára afmæli á þessu ári og því þótti tilvalið að liðin mætast af því tilefni, yfirskrift leiksins verður "Celebrating football since 1892."

Leikurinn fer fram á Ólympíuleikvanginum í Berlin þann 29. júlí næstkomandi.  Liðin mættust síðast í æfingaleik sumarið 2008 einmitt á þeim velli.

Alls er búið að tilkynna um fjóra æfingaleiki liðsins á undan þessum í sumar en í júlí heldur liðið til Hong Kong og leikur þar tvo leiki 20. og 22. júlí.  Ekki er búið að tilkynna hverjir mótherjarnir verða í þessum leikjum.

Þann 1. og 2. ágúst tekur Liverpool svo þátt í Audi Cup í Munchen með Bayern Munchen, Atletico Madrid og að öllum líkindum verður AC Milan fjórða liðið í mótinu.

Væntanlega verða svo einhverjir leikir spilaðir á Englandi líka eins og undanfarin ár.


TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan