| Sf. Gutt

Þrenna hjá Brendan Rodgers


Nú um helgina má segja að vörn Celtic hefjist á titlunum þremur sem liðið vann á síðustu leiktíð. Celtic mætir Motherwell í úrslitum Deildarbikarsins á sunnudaginn. 

Brendan Rodgers er sannarlega búinn að láta að sér kveða frá því að hann kom til Skotlands. Celtic varð skoskur meistari, vann skosku bikarkeppnina og Deildarbikarinn á fyrstu leiktíð hans þar. Til viðbótar fór Brendan taplaus í gegnum leiktíðina heima fyrir. Vissulega hefur Celtic ekki nógu mikla keppni í Skotlandi en afrekið er samt sem áður mjög gott. Brendan Rodgers stýrði Liverpool frá því í júní 2012 þangað til í október 2015. Norður Írinn gerði góða hluti en svo fjaraði undan. Það er þó ekki vafi á því að Brendan kann ýmislegt fyrir sér í þjálfun og hann hefur bætt lið Celtic mikið eftir að hann tók við því. 
TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan