| Sf. Gutt

Af leikmannamálum

Nú er kominn sá tími ársins að fjölmiðlar fari að fjalla um það dag og nótt hvaða leikmenn fari hvert og hvenær. Mohamed Salah og Virgil van Dijk eru helst í fréttum þessa dagana sem þeir leikmenn sem forráðamenn Liverpool hafi hvað mestan áhuga á. 


Mohamed Salah leikur með Roma á Ítalíu og hefur spilað vel þar frá því hann var keyptur frá Chelsea. Liverpool hafði mikinn áhuga á honum þegar Egyptinn lék með Basel en Chelsea vann kapphlaup um hann og hann samdi við félagið 2014. Hann náði þó aldrei að festa sig í sessi þar og var lánaður til Fiorentina og Roma áður en hann var seldur þangað. Mohamed er sprækur framherji eða kantmaður. Talið er að Roma hafi hafnað formlegu tilboði frá Liverpool. 



Hollenski miðvörðurinn Virgil van Dijk hefur verið orðaður við Liverpool allt frá því í vetur. Hann er einn eftirsóttasti leikmaðurinn á markaðnum núna og Chelsea og Manchester City hafa hug á að fá hann í sínar raðir. Talið er að hann hafi áhuga á að spila með Liverpool en ekki er víst að Liverpool geti keppt við fjársterkustu félögin þegar til kastanna kemur.

Ryan Sessegnon er vinstri bakvörður Fulham. Vitað er að forráðamenn Liverpool hafa hug á að kaupa leikmann í hans stöðu og hefur Ryan verið orðaður við Liverpool síðustu mánuði. Ekki er talið líklegt að hann fari til Liverpool. Trúlega fer hann til Tottenham ef marka má síðustu fréttir. 

Segja má að þetta séu þeir leikmenn sem helst hafi verið orðaðir við Liverpool síðustu vikur. Fleiri mætti nefna en við sjáum hvað setur. 


TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan