| Sf. Gutt

Nýr varabúningur


Í dag var nýr varabúningur Liverpool kynntur. Búningurinn er í grunninn hvítur skiptur í fjórðunga að framan tvo hvíta og tvo með grænum röndum. Buxurnar eru svartir og sokkarnir hvítir. Markmannsbúningurinn er svartur. Búningurinn er að sjálfsögðu með afmælismerkinu sem er á aðalbúningnum. 

Búningurinn hefur skírskotun í fyrsta búning félagsins þegar félagið var stofnað árið 1892. Hann var hvítur og blár til helminga. Hermt er að forráðamenn Everton hafi skilið búningana eftir þegar félagið yfirgaf Anfield Road en þar lék liðið fyrir stofnun Liverpool. Hér má sjá fyrsta búning Liverpool.

Leiktíðina 1995/96 lék Liverpool í svipuðum varabúningum. Munurinn var sá að þá voru grænu fjórðungarnir algrænir. Hér er hægt að sjá þann búning. 

Hér má sjá myndir af nýja búningnum af Liverpoolfc.com.

Hér er búningurinn kynntur í myndskeiði. 





TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan