| Sf. Gutt

Viðræður um kaup á Mohamed

Traustir fjölmiðlar, eins og Liverpool Echo og BBC, greina frá því í kvöld að forráðamenn Liverpool séu í formlegum viðræðum við Roma um kaup á Mohamed Salah.

BBC telur að Roma hafi hafnað tilboði Liverpool upp á 28 milljónir sterlingspunda. Í sömu frétt segir að Roma vilji 35 til 40 milljónir punda fyrir Egyptann. 

Miðað við þessar fréttir þá má ætla að forráðamenn Liverpool ætli að reyna til þrautar með að næla í Mohamed sem lék mjög vel með Roma í vetur. Liverpool hafði mikinn áhuga á honum á leiktíðinni 2013/14 en þá hafði Chelsea betur í kapphlaupi um hann og keypti hann frá Basel. Hann náði sér aldrei á strik hjá Chelsea og endaði hjá Roma fyrir ári eftir að hafa verið lánaður þangað og áður til Fiorentina. 




TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan