| Sf. Gutt

Virgil van Dijk vill til Liverpool!


Virgil van Dijk vill fara til Liverpool! Samkvæmt frétt Liverpool Echo þá vill Hollendingurinn frekar fara til Liverpool en Manchester City eða Chelsea sem hafa boðið honum gull og græna skóga ef marka má fjölmiðla.

Hollenski miðvörðurinn getur valið úr tilboðum en samkvæmt frétt Liverpool Echo þá mun hann hafa tilkynnt forrráðamönnum Southampton að hann vilji fara til Liverpool. Aðalástæðan fyrir því að hann vill fara til Liverpool á að vera sú að hann vill spila undir stjórn Jürgen Klopp en Þjóðverjinn er búinn að ræða við hann.

Liverpool þarf örugglega að borga stórfé fyrir þennan eftirsótta leikmann og eins þarf að borga honum hátt kaup. Sama má segja um hugsanleg kaup á Mohamed Salah frá Roma. Liverpool Echo segir að verið sé að vinna í kaupum á honum en annað er ekki að frétta. 

Naby Keita miðjumður RB Leipzig hefur verið orðaður við Liverpool síðustu vikur. Þýska liðið er ekki spennt fyrir að selja hann og hefur lítið heyrst af hans máli síðustu daga.

Alexandre Lacazette framherji Lyon er líka sagður inni í myndinni og á hann að hafa áhuga á að fara til Liverpool. Hans mál er þó ekki komið í gang en hann er eftirsóttur. 




En þessir þrír leikmenn sem er eru nefndir verða rándýrir og trúlega fellur kaupmet Liverpool oftar en einu sinni í sumar. Hingað til er Andy Carroll dýrasti leikmaður Liverpool en Newcastle United fékk 30 milljónir sterlingspunda í sinn hlut fyrir framherjann í janúar 2011.


TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan