| Sf. Gutt

Af leikmannamálum

Mest er skiljanlega rætt um hvað leikmenn Liverpool muni kaupa. En hverjir eru líklegir til  fara frá félaginu? Fjórir af aðalliðsmönnunum hafa helst verið nefndir í þeim efnum.



Mamadou Sakho er auðvitað til sölu. Hann var í láni hjá Crystal Palace seinni hluta nýliðinnar leiktíðar og þótti standa sig mjög vel. Hermt er að Liverpool vilji fá um 30 milljónir sterlingspunda fyrir Frakkann og víst er að nokkur lið hafa áhuga á honum. Verðið á honum er þó býsna hátt.


Alberto Moreno kom lítið við sögu á leiktíðinni. Það segir það sína sögu um stöðu Spánverjans hjá Liverpool að miðjumaðurinn James Milner spilaði stöðu vinstri bakvarðar allt keppnistímabilið. Lítið hefur verið fjallað um áhuga annarra félaga á Alberto.



Emre Can hefur verið nefndur til brottfarar en það er orðið stutt eftir af samningi hans og nýr ekki verið gerður. Víst er að Juventus hefur áhuga á honum en mjög ólíklegt er að hann fari. Að minnsta kosti segist hann vilja vera áfram hjá Liverpool og ánægja er með hann hjá félaginu. En það getur allt gerst ef ekki næst að gera nýjan samning. 



Svo er það Daniel Sturridge en margir telja að hann muni ekki spila með Liverpool á næsta keppnistímabili. Sem fyrr stríddu meiðsli honum á nýliðinni sparktíð en það er ekki neinn vafi á að hann  skorar þegar hann er leikfær og fær sæti í liðinu. Daniel getur þó vel verið áfram hjá Liverpool því samningur hans er ekki að verða búinn. Spurningin er bara hvort Liverpool vill selja hann. 

Fyrir utan þessa fjóra sem gætu verið til sölu væri svo hægt að nefna nokkra ungliða sem taldir eru á förum svo sem Kevin Stewart. Svo nefna fjölmiðlar af og til meintan áhuga stórliða á borð við Barcelona á Philippe Coutinho. Liverpool vill auðvitað ekki selja hann en hver veit hvað gerist.



TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan