| Sf. Gutt

Heimsmeistarar frá Liverpool!

Enska landsliðið skipað leikmönnum yngri en 20 ára vann í dag heimsmeistarkeppni þess aldursflokks en keppnin fór fram í Suður Kóreu. Tveir leikmenn Liverpool eru í heimsmeistarahópnum og einn annar tilvonandi líka.

England vann úrslitaleik mótins 1:0 á móti Venesúela. Eina mark leiksins skoraði Dominic Calvert-Lewin fyrir hlé en hann leikur með Everton. Venesúela fékk víti á lokakafla leiksins en Freddie Woodman, markmaður Newcastle, varði. Þetta er í fyrsta sinn sem England verður heimsmeistari í þessum aldursflokki. 









Í liðshópi Englands voru í upphafi móts tveir leikmenn Liverpool. Sheyi Ojo og Ovie Ejaria komu báðir við sögu á leiðinni í úrslitaleikinn. Sheyi kom inn á sem varamaður í úrslitaleiknum og var mjög sprækur. Dominic Solanke hóf mótið sem leikmaður Chelsea en nú er hann búinn að gera samning við Liverpool. Hann verður opinberlega leikmaður Liverpool í næsta mánuði. Dominic skoraði fjögur mörk í keppninni.

Segja má að átta leikmenn séu frá Liverpool í hópnum en fimm koma frá Everton. Svo er að sjá hvort þessir leikmenn ná langt með sínum liðum og landsliðum á næstu árum. 







TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan