| Sf. Gutt

Andre Wisdom á förum

Liverpool Echo greinir frá því í dag að Andre Wisdom sé á förum frá Liverpool. Talið er að Liverpool og Derby County hafi náð samkomulagi um vistaskipti varnarmannsins. Kaupverð gæti verið um tvær milljónir sterlingspunda með árangursbundnum hækkunum upp í rúmlega fjórar segir í grein Echo. 

Andre hefur að mestu verið á láni frá því 2013 nú síðast hjá Red Bull Salzburg í Austurríki. Salzburg vann bæði deild og bikar á nýliðinni leiktíð. 

Andre þekkir sig vel hjá Derby en hann var þar í láni leiktíðini 2013/14. Hann var svo í láni hjá West Bromwich Albion næstu leiktíð og svo Norwich City. 

Ekkert hefur verið staðfest um vistaskiptin en líklega verður þess ekki langt að bíða. TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan