| Sf. Gutt

Ungliðar á braut




Á hverju sumri fara alltaf nokkrir ungliðar í burtu frá knattspyrnufélög sem ekki telja sig hafa not fyrir þá. Sex piltar fara nú frá Liverpool.

Þetta eru þeir Jack Dunn, Adam Phillips, Tom Brewitt, Jake Brimmer, Madger Gomes og Lewis Kane. Þeir Jack og Adam eru trúlega þekktastir af þessum leikmönnum.


Jack Dunn, sem er framherji eða kantmaður, þótti á tímabili með allra efnilegustu leikmönnum Liverpool. Jack kom við sögu í nokkrum æfingaleikjum með aðalliði Liverpool og skoraði í einum þeirra þegar Liverpool vann írska liðið Shamrock Rovers 0:4 í maí 2014.  

Jack hefur spilað sem lánsmaður hjá Cheltenham Town, Burton Albion, Morecambe og nú síðast hjá Tranmere Rovers á nýliðinni leiktíð. Tranmere féll fyrir ári út úr deildarkeppninni og komst ekki upp í hana aftur. Liðið komst í umspil en tapaði í úrslitaleik. Jack stóð sig nógu vel í láninu og hefur nú fengið samning við Tranmere. 

Adam Phillips var talinn eiga möguleika að láta að sér kveða hjá Liverpool en hann byrjaði níu ára að æfa hjá félaginu. Sumarið 2014 kom Adam, sem er miðjumaður, við sögu í æfingaleikjum með aðalliðinu. Hann heldur nú á braut. 

Það verður áhugavert að sjá hvort einhverjir af þessum piltum ná að láta að sér kveða á komandi árum. 



TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan