| Grétar Magnússon

Vistaskipti Andre Wisdom staðfest

Liverpool FC staðfestu endanlega í gær söluna á Andre Wisdom til Derby County.  Aðeins læknisskoðun getur komið í veg fyrir félagaskiptin.

Talið er að Derby County kaupi varnarmanninn á u.þ.b. fjórar milljónir punda. Á vefsíðu BBC er sagt að upphaflega verði tvær milljónir borgaðar og svo komi til ákvæðisbundnar greiðslur. 

Andre Wisdom spilaði alls 22 leiki fyrir félagið og skoraði eitt mark, gegn Young Boys í Evrópudeildinni í september 2012 (sjá mynd).

Wisdom kom upp í gegnum Akademíu félagsins og þótti efnilegur fyrir nokkrum árum en því miður hefur hann ekki náð að bæta sig eins mikið og menn vonuðust til.  Hann var lánaður til Derby tímabilið 2013-14 og eftir það var hann einnig á lánssamningi hjá West Bromwich Albion, Norwich og Red Bull Salzburg. 

Andre varð austurrískur meistari með Salzburg. Liðið vann líka bikarkeppnina en Andre var ekki í liðinu í úrslitaleiknum.

Andre hefur leikið með öllum yngri landsliðum Englands frá undir 16 ára og upp í undir 21. árs liðið. Hann hefur þó ekki leikið með liðinu frá því 2013.

Hér má lesa allt það helsta um feril Andre á LFChistory.net.
TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan