| Sf. Gutt

Af Álfukeppninni


Álfukeppninni
lauk í Rússlandi í kvöld. Þýskaland bætti nýjum titli í safn sitt eftir sigur á Síle í Pétursborg. Emre Can átti sinn þátt í sigri Þjóðverja. 

Síle, sem tefldi fram sínu sterkasta liði, hóf leikinn af miklum krafti og sótti linnulítið þar til á 21. mínútu en þá svaf varnarmaður Síle á verðinum. Timo Werner náði boltanum af honum og sendi á sem skoraði í autt markið. Markið kom algjörlega gegn gangi leiksins en eftir það voru Þjóðverjar sterkir fram að leikhléi. Síðari hálfleikur var jafn en undir lokin reyndu Suður Ameríkumeistararnir allt sem þeir gætu til að jafna. Marc-Andre Ter Stegen, markmaður Barcelona, var frábær í markinu, Þjóðverjar stóðu allt af sér og unnu Álfukeppnina í fyrsta sinn. 


Emre Can var ekki í byrjunarliði en kom inn á sem varamaður á 79. mínútu og var mjög öflugur á lokakafla leiksins þegar Síle gerði harða hríð að marki Þjóðverja. Emre lék alla fimm leiki Þjóðverja og var í byrjunarliði í öllum nema þeim fyrsta og síðasta. Hann var mjög góður í keppninni. 

Sigur Þjóðverja á mótinu var sanngjarn en býsna óvæntur fyrir þær sakir að liðið var skipað mörgum ungum leikmönnum og flestir úr heimsmeistaraliðinu, sem enn eru að spila, voru heima. Hátt í tíu leikmenn þeirra hefðu getað spilað á Evrópumóti undir 21. árs sem Þjóðverjar unnu reyndar líka núna fyrr í mánuðinum eftir sigur á Englandi í vítaspyrnukeppni. En Þjóðverjar eru nú bæði Heims- og Álfumeistarar og verður það að teljast gott afrek að hafa báða þá titla í sinni vörslu!

Portúgal vann brosnið eftir 2:1 sigur á Mexíkó í framlengdum leik. 


TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan