| Grétar Magnússon

Fyrstu leikir tímabilsins klárir

Fimm leikir liðsins í byrjun tímabils hafa verið færðir til vegna beinna sjónvarpsútsendinga.  Okkar menn hefja leikinn þann 12. ágúst.

Fyrsti leikur tímabilsins er gegn Watford á útivelli og verður það fyrsti leikur laugardagsins en hann hefst klukkan 11:30.  Þetta verður þó ekki fyrsti leikur tímabilsins því að föstudagskvöldið 11. ágúst mætast Arsenal og Leicester í opnunarleiknum.

Arsenal mæta í heimsókn á Anfield sunnudaginn 27. ágúst og hefjast leikar klukkan 15:00.  Heimsókn okkar manna til Manchester City verður áfram á laugardeginum 9. september en sá leikur hefur verið færður til klukkan 11:30.

Laugardaginn 23. september mæta okkar menn á King Power leikvanginn og spila við Leicester City.  Sá leikur hefur verið færður til klukkan 16:30 og að lokum má nefna útileik við Newcastle United en sá leikur fer fram sunnudaginn 1. október og hefst klukkan 15:30.

Allar tímasetningar eru miðaðar við íslenskan tíma.


TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan