| Sf. Gutt

Philippe og Adam mæta á þriðjudaginnPhilippe Coutinho og Adam Lallana bætast á þriðjudaginn í hóp þeirra leikmanna Liverpool sem æfa nú af kappi fyrir komandi leiktíð. Þá verða allir nema einn úr aðalliðshópnum komnir til æfinga. Þeir Philippe og Adam fengu aðeins lengra frí þar sem þeir spiluðu með landsliðum sínum eftir að síðasta keppnistímabili lauk. En á þriðjudaginn hefja þeir æfingar með félögum sínum. 

Þar með verða allir leikmenn aðalliðsins komnir til æfinga utan einn. Emre Can fær lengra leyfi en hann spilaði með Þýskalandi í Álfukeppninni. 

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan