| Grétar Magnússon

Solanke kynntur

Framherjinn Dominic Solanke skrifaði formlega undir samning við Liverpool FC í gær.Samningur Solanke rann út hjá Chelsea fyrr í sumar og Liverpool voru fljótir til og fengu hann til liðs við sig.  Hann fær treyju númer 29 hjá félaginu.

Í sínu fyrsta viðtali sagði hann:  ,,Tilfinningin er ótrúleg og allir hafa tekið vel á móti mér hér.  Ég var í skýjunum bara við það að fara í æfingatreyjuna.  Vonandi get ég svo klæðst treyjunni í náinni framtíð og skapað einhverja sögu hér."

Solanke var valinn maður mótsins þegar U-20 ára landslið Englands tryggði sér heimsmeistaratitilinn fyrr í sumar en í mótinu skoraði hann fjögur mörk.
TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan