| Grétar Magnússon

30 manna hópur sem heldur til Þýskalands

Í dag halda Jürgen Klopp og hans menn til Þýskalands í æfingaferð þar sem spilaðir verða þrír leikir.  Eins og við höfum áður greint frá eru það leikir við Hertha Berlin á laugardaginn kemur og svo mætir liðið Bayern Munchen í Audi Cup.  Síðasti leikur Þýskalandsferðarinnar er svo gegn annaðhvort Atletico Madrid eða Napoli en þau lið mætast einnig í Audi Cup.


Þeir Danny Ings og Sadio Mané eru í leikmannahópnum sem verður að teljast góðar fréttir en þeir eru nýkomnir aftur til æfinga eftir meiðsli.  James Milner, sem meiddist í Hong Kong er einnig í hópnum þannig að meiðsli hans ættu ekki að vera alvarleg.

Hér er leikmannahópurinn eins og hann leggur sig:  Loris Karius, Nathaniel Clyne, Gini Wijnaldum, Dejan Lovren, James Milner, Roberto Firmino, Philippe Coutinho, Mohamed Salah, Joe Gomez, Jordan Henderson, Daniel Sturridge, Marko Grujic, Ragnar Klavan, Alberto Moreno, Sadio Mane, Adam Lallana, Simon Mignolet, Emre Can, Andy Robertson, Divock Origi, Danny Ings, Dominic Solanke, Joel Matip, Jon Flanagan, Ryan Kent, Danny Ward, Ovie Ejaria, Ben Woodburn, Trent Alexander-Arnold, Kamil Grabara.



TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan